Ungmennaþing 19.mars 2014

10.3.2014

Ungmennaþing 2014

Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsfólki félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar stefna á að halda Ungmennaþing 19. mars n.k. Tilgangur þingsins er að fá hugmyndir frá ungu fólki í Hafnarfirði um málefni er þau varða. Ungmennaþing er vettvangur ungs fólks til þess að koma saman og ræða á málefnalegan hátt um sín mál ásamt því að setja fram tillögur til úrbóta. Hverju getum við breytt, hvað er hægt að gera betur o.s.frv. Ungmennaráð sér um að safna saman hugmyndum og tillögum unga fólksins og vinnur úr þeim. Niðurstöður verða fluttar fyrir bæjarstjórn í maí eða júní.

Í ár hafa fjögur umræðuefni orðið fyrir valinu, skólamál, umhverfi og skipulag, félagslíf og menning og að lokum forvarnir. Athygli skal vakin á því að þau eru mjög opin og þátttakendur hvattir til þess að ræða um þau málefni sem þeim þykir mikilvæg.

Staður og stund

Lækjarskóli

Miðvikudaginn, 19. mars 2014

Húsið opnar kl. 18:30 og ungmennaþingið hefst kl. 19:00


Tómstundamiðstöðin í Lækjarskóla | Sólvangsvegur 4, 220 Hafnarfjörður
Félagsmiðstöðin Vitinn |Sími 555 0404 | Netfang vitinn@hafnarfjordur.is

Frístundaheimilið Lækjarsel |Sími 534 0595 | Netfang laekjarsel@hafnarfjordur.is