Félagsmiðstöðvadagurinn 5.nóvember

5.11.2014

 Öllum bæjarbúum er boðið í félagsmiðstöðina í kvöld.

Miðvikudaginn 5. nóvember verður Félagsmiðstöðvadagurinn haldinn í í félagsmiðstöðvum fyrir börn og unglinga í Hafnarfirði. Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn fyrir tilstilli Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi undir þemanu „Hvað eru unglingar með á heilanum?“.Markmið dagsins er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi og þá sérstaklega foreldrum. Þannig geta foreldrar kynnst því sem þar fer fram og þeim viðfangsefnum sem unglingarnir fást við.


Hafnarfjarðarbær rekur 7 félagsmiðstöðvar í grunnskólum bæjarins og eru þær með sérstaka dagskrá frá kl. 19:30-22 í tilefni dagsins þar sem gestir og gangandi geta kíkt inn. Yfirlit yfir félagsmiðstöðvarnar í Hafnarfirði má sjá á www.tomstund.is og nánari upplýsingar um dagskrá og opnunartíma á heimasíðum þeirra og á samfélagsmiðlum.

Vitinn í Lækjarskóla

Grillaðar pulsur, gos og nammi til sölu. Keppni í fífa og borðtennis og unglingar kenna foreldrum að gera loom-teygjuarmbönd.

 

 


Tómstundamiðstöðin í Lækjarskóla | Sólvangsvegur 4, 220 Hafnarfjörður
Félagsmiðstöðin Vitinn |Sími 555 0404 | Netfang vitinn@hafnarfjordur.is

Frístundaheimilið Lækjarsel |Sími 534 0595 | Netfang laekjarsel@hafnarfjordur.is